Með TJEKK snjallsímaforritinu þurfa starfsmenn ekki lengur að hlaupa bakvið til að "tjekka" hvort varan sé til í réttri stærð. Starfsmaður skannar strikamerki eða stimplar inn vörunúmer og fær upp stærðir, magn og staðsetningu á lager.
TJEKK sýnir einnig sölu seinustu daga til að einfalda áfyllingar. Starfsmaður getur valið dagsetningu og séð hvaða vörur seldust, í hvaða stærðum, lagerstöðu og staðsetningu varanna.