Hugarró – Leiddar hugleiðslur á íslensku
Finndu innri frið og endurnærðu orku þína með Hugarró, hugleiðsluappinu með frumsömdum leiddum hugleiðslum á íslensku frá Jóhönnu Jónas.
Frumsamin tónlist eftir Jónas Sen styður við djúpa slökun og tengingu við hjartað.
Hvað býður Hugarró upp á
• 3 fríar hugleiðslur til að byrja með
• Aðgang að 20 hugleiðslum (17 einstökum, sumar í mismunandi lengd) með áskrift
• Kynningar og fyrirlestur um hugleiðslu og tengingu við innri ró
• Hugleiðslur sem styrkja sjálfsrækt, jafnvægi og vellíðan
• Fullkomið fyrir: byrjendur og vana iðkendur
Um Hugarró
Hugleiðslurnar eru hannaðar til að:
• róa hugann og losa um streitu
• róa hugann og losa um streitu
• efla hjarta- og líkamsvitund
• stuðla að betri líðan, heilun og innri styrk
Þær byggja á yfir 35 ára reynslu Jóhönnu af sjálfsrækt og orkuvinnu. Hún útskrifaðist eftir 7 ára nám úr Barbara Brennan School of Healing og hefur m.a. starfað við orkuþerapíu og samtalsmeðferð frá 2013.
„Hugleiðslur, sjónsköpun og staðhæfingar björguðu lífi mínu á erfiðu tímabili kulnunar og áfalla. Í dag hef ég gnægð orku, elska lífið og nýt þess að styðja aðra.“
— Jóhanna Jónas
Ný bók
Í október 2024 kom út bókin Frá Hollywood til heilunar eftir Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur og Jóhönnu Jónas – sjálfshjálparbók með ævisögulegu ívafi.