Hljóðbókasafn Íslands sinnir lögbundnu hlutverki sínu með því að:
Framleiða efni á aðgengilegu formi
Miðla efni til þeirra sem á þurfa að halda
Lögð áhersla á að þjónusta:
Blinda
Sjónskerta
Þá sem hafa skerta getu til skynjunar eða lestrar
Þá sem geta ekki, vegna líkamlegrar fötlunar, haldið á eða meðhöndlað bók
Nemendur sem glíma við lestrarhömlun að nálgast námsefni til jafns við aðra
Safnið stuðlar með starfsemi sinni að auknu læsi, bættu aðgengi að bókmenntum og námsbókum og sinnir mikilvægu félagslegu og menningarlegu hlutverki.